19.08.1912
Neðri deild: -1. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 1062 í B-deild Alþingistíðinda. (1499)

61. mál, útflutningsgjald af fiski, lýsi o. fl.

Framsögum. (Lárus H. Bjarnason):

Það ætti ekki að þurfa langan tíma til að sannfæra hv. þm. Ak. (G. G.) um að tollur sé á síldarlýsi, því að samkv. lögunum frá 1881 er alt lýsi tollskylt, jafnvel það lýsi, er kynni að vera brætt úr okkur hv. þm. Ak. Það væri því ekki nema leikur og hann ekki áferðarfallegur, að fara nú að lögleiða síldarlýsistoll á ný, enda hefir hv. þm. heimt toll af síldarlýsi.

Hinn nýi tollur af fóður- og áburðarefnum mundi til frambúðar fremur draga úr tekjum landssjóðs en hitt, með því að hann mundi fæla menn frá að leggja fé í nýjar verksmiðjur.

Og loks hlyti það nýmæli að spilla fyrir samningafúsleik Norðmanna við oss, því að hversu oft sem tönnlast er á hinu gagnstæða, þá mundi tollurinn þó aðallega hitta þá.