19.08.1912
Neðri deild: -1. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 1063 í B-deild Alþingistíðinda. (1501)

61. mál, útflutningsgjald af fiski, lýsi o. fl.

Jón Ólafsson:

Herra forseti! Eg álít þetta frv. tæplega löglega undirkomið. Eg hefi ekki mikið á móti því ef brtil. hv. þm. Ak. (G. G.) yrðu einar samþyktar og hinu yrðu öllu slept; hitt sem í frv. er, má gjarnan bíða næsta þings, en eg tel þörf á að leggja nú þegar toll á síld, sem út er flutt án umbúða.

Hvað það snertir, hvort þessi tollur yrði til þess að styggja Norðmenn svo mjög, að samningaumleitunin við þá færist fyrir eða yrði að engu, þá er mér sama. Mér er sama hvort samningurinn tekst eða ekki.

Vinir frumv. ættu að fella úr þetta ákvæði um 30 aura tollinn á lýsi, því hann er áður ákveðinn með lögum.