19.08.1912
Neðri deild: -1. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 1063 í B-deild Alþingistíðinda. (1503)

61. mál, útflutningsgjald af fiski, lýsi o. fl.

Jón Ólafsson:

Herra forseti! Eg ætla að leyfa mér að gera dálitla athugasemd við það, sem hv. þm. S.-Þing. (P. J.) sagði. Hann miðaði við það, að þessar verksmiðjur ynnu áburðarefni úr síld eingöngu, en þannig er því ekki varið alstaðar. Guanoverksmiðjan í Vestmanneyjum gerir ráð fyrir því, að vinna áburðarefni bæði úr síldarúrgangi og öðrum úrgangi og þessi síldarúrgangur er vara, sem ekkert annað er hægt að gera við.