07.08.1912
Sameinað þing: 4. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 66 í B-deild Alþingistíðinda. (1584)

Ný forsetakosning

Forseti (Hannes Hafstein):

Áður en gengið er til dagskrár, vil jeg leyfa mjer að biðja hið háttvirta alþingi að veita mjer lausn frá forsetastörfum. Síðan jeg var kosinn forseti, hefur konungur kvatt mig til að vera ráðherra, eins og háttv. þingi er kunnugt, og jeg tel þá stöðu mína ekki geta samrýmzt því, að jeg sje forseti.