26.08.1912
Efri deild: 38. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 458 í B-deild Alþingistíðinda. (1595)

Þinglok í efri deild

Forseti:

Starf vort er nú á enda, og þótt þingtíminn sje stuttur, þá hefur verið unnið vel, og mjög fá mál liggja hjer fyrir háttv. deild, sem eru óútkljáð, og flest þau mál, sem svo er ástatt um, hafa verið íhuguð vel og nefndarálit og tillögur gerðar um þau; vil jeg hjer sjerstaklega geta siglingalaganna, sem er eins stór lagabálkur og hegningarlögin, og þess, að þar liggja fyrir bæði nefndarálit og breytingartillögur, sem er ágætur undirbúningur undir næsta þing.

Jeg álít því, að þjóðin megi þakka háttv. þingmönnum fyrir vel unnið starf, og sjálfur vil jeg færa þeim þakkir mínar fyrir hjálpsemi þeirra við starf mitt hjer í háttv. deild, og óska þeim als góðs, og að þeir, sem langt eru að, megi fá góða heimferð og hitta ástvini sína heila á húfi.