18.07.1912
Neðri deild: 3. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 1104 í B-deild Alþingistíðinda. (1599)

Starfsmenn þingsins

Forseti (M. A.):

Eg skal geta þess, að á skrifstofu Alþingis hafa verið ráðnir þessir starfsmenn: Skrifstofustjóri Halldór yfirdómari Daníelsson og skrifarar Einar skrifari Þorkelsson og rithöfundarnir Einar Hjörleifsson og Guðmundur Magnússon. Ræðuskrifarar hér í deildinni hafa þegar verið ráðnir Páll Eggert Ólason og Andrés Björnsson.

Sömuleiðis skal eg geta þess, að áður til dagskrár verður gengið mun hæstv. ráðh. ávarpa deildina nokkrum orðum út af stjórnarskrárfrv. síðasta þings.