23.07.1912
Neðri deild: 7. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 1106 í B-deild Alþingistíðinda. (1601)

Ráðherraskiptin

Áður en gengið var til dagskrár, bað ráðherra (Kr. J.) sér hljóðs og sagði:

Það mun ekki koma hv. deild á óvart, að eg hefi símað Hans Hátign konunginum lausnarbeiðni mína frá ráðh.embættinu. Eg hefi í gærkveldi meðtekið frá honum svo látandi símskeyti sem andsvar:

„Med Tak for Deres Virksomhed som Minister, modtager jeg Demissionen, beder Dem fungere til Efterfölger udnævnt.

Christian R.“

Þá var gengið til dagskrár og tekið fyrir 1. mál.