05.08.1912
Neðri deild: 19. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 1110 í B-deild Alþingistíðinda. (1606)

Krafa frá 13 þm. um dagskrá

Þá var dagskrá lokið og ákvað forseti fund daginn eftir og dagskrá til hans, og gat þess í sambandi við hana, að fram væri komin krafa frá 13. þingm. um að taka þá upp á dagskrá frumv. til laga um viðauka við lög um útflutningsgjald af fiski, lýsi o. fl. frá 4. nóv. 1881 og kvað þá skyldi koma undir atkvæði deildarinnar í fundarbyrjun hvort taka skyldi það á dagskrá.