05.08.1912
Neðri deild: 19. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 1111 í B-deild Alþingistíðinda. (1608)

Krafa frá 13 þm. um dagskrá

Guðlaugur Guðmundsson:

Viðvíkjandi þessari athugasemd út af þingsköpunum, skal eg taka það fram, að öll deildin hlýtur að hafa meira vald yfir málunum en nokkur einstök nefnd. (L. H. Bjarnason: Það er gersamlega rakalaust, sbr. niðurlag 17. gr. þingsk.). Nei, það segir sig sjálft, að nefnd á ekki að geta ónýtt mál ef deildin vill annað.

Þá sagði forseti fundi slitið.