06.08.1912
Efri deild: 17. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 260 í B-deild Alþingistíðinda. (1636)

15. mál, útrýming fjárkláðans

Steingr. Jónsson:

Jeg vildi aðeins leyfa mjer að taka það fram, að jeg er nefndinni samdóma um, að rjett sje að fella þetta frumvarp. — Jeg lít svo á, að það atriði, að fyrirskipa tvær sauðfjárbaðanir, sje svo mikið neyðarúrræði, að ekki megi til þess taka, nema reglulegur voði sje yfirvofandi. — En það er langt frá því, að um slíkt sje að ræða.

Af skýrslum þeim, er nefndin hefur safnað, má sjá, að á Norður- og Austurlandi er ekki mikið um fjárkláða, og eru stórir kaflar alveg lausir við kláða og kláðagrun. Eru það einmitt þau svæðin, þar sem veruleg alúð hefur verið sýnd við útrýmingarbaðanirnar. — Enda sýndu tilraunir norska fjárkláðalæknisins Myklestad það greinilega, hverju má áorka með þeirri aðferð við útrýmingu fjárkláðans, er hanna beitti. Og ef lögunum frá 8. nóv. 1901 er röggsamlega beitt, hygg jeg muni vel fara um mál þetta, og að nýrrar löggjafar þar að lútandi sé engin þörf. —