03.08.1912
Neðri deild: -1. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 161 í B-deild Alþingistíðinda. (1669)

17. mál, eftirlit með þilskipum

Jón Magnússon:

Það er ekki rétt að nefndin hafi tekið bendingunni um að rétt sé að skoða skip á þeim stað, sem þau leggja út frá. Eg sagði um daginn, að ákvæði laganna sem nú gilda, væri betra.

Eg skal ekki deila við hv. framsm. (L. H. B.) um það, hvað helzt veldur skemdum á skipum. Við erum hvorugur fróður í því efni, en þó er eg hræddur um að hann sé ófróðari, eftir því að dæma, hvernig hann talar. Eg veit ekki til að það hafi nokkurntíma komið fyrir að farmur hafi valdið skemdum á skipi.

Eg sagði áðan að skipa legðu vanalega út á sama tíma, og eg stend við það. Þegar fiskiganga kemur snemma vetrar, þá leggja mótorbátar út t d. í Grindavík og hér suður með sjó, og svo mun víðar vera.

Það er nú búið að tala nokkuð mikið um þetta mál og eg sé ekki ástæðu til að orðlengja það frekar.