19.07.1912
Efri deild: 4. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 249 í B-deild Alþingistíðinda. (1677)

2. mál, eftirlit með þilskipum

Steingrímur Jónsson:

Jeg leyfi. mjer að gera það að tillögu minni, að frumv. þessu verði vísað til siglingalaganefndarinnar að lokinni 1. umr.

Með því ekki tóku fleiri til máls, var gengið til atkv., og var málinu vísað til 2. umr. í einu hljóði, og til nefndarinnar um siglingalagafrumv. sömuleiðis í einu hljóði.

Í nefndinni áttu sæti:

Eiríkur Briem, formaður,

Ágúst Flygenring, skrifari og framsm,

Sigurður Stefánsson,

Sigurður Eggerz, og

Jens Pálsson.

2. umr. á 28. fundi, 19. ágúst (n. 288.)