05.08.1912
Neðri deild: 19. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 1110 í B-deild Alþingistíðinda. (1682)

Krafa frá 13 þm. um dagskrá

Lárus H. Bjarnason:

Eg vildi bara leyfa mér að gera þá fyrirspurn út af þingsköpunum til hæstv. forseta, með hverjum ráðum hann ætlar að sameina það við þingsköpin, að mál, sem er fyrir nefnd, sé hrifsað frá henni og tekið að ræða um það í deildinni, án þess að nefndin hafi látið í ljós álit sitt um það. Það getur verið að hæstv. ráðh. (H. H.) eða aðrir, þykist geta fóðrað þetta eins og svo margt annað. Eg sé engan veg til þess.