23.08.1912
Efri deild: 33. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 168 í B-deild Alþingistíðinda. (169)

37. mál, vörutollur

Jens Pálsson, framsm.:

Um þetta í mál urðu hjer í háttv. deild svo langar og ítarlegar umræður við 2. umr. málsins, að jeg sem framsm. sje ekki ástæðu til þess, að hefja umræður á ný, en vil mæla með því, að frumv. verði samþykt, því að hvað sem annars má um það segja, þá er það dugandi til verulegrar úrbótar á tekjuþörf landssjóðs, og það er framkvæmanlegt. Auk þess ljettir af oss áhyggju út af, og kvíðboga fyrir fjárþurð í landssjóðs, ef vjer, með því að samþykkja það nú til fullnaðar, komumst til bráðabirgða úr fjárkröggunum.