13.08.1912
Efri deild: 23. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 196 í B-deild Alþingistíðinda. (211)

59. mál, þingfararkaup alþingismanna

Stefán Stefánsson:

Jeg álít, að ekki þurfi að leita undanþágu frá þingsköpunum, því samkvæmt 30. grein þingskapanna, er nefndaráliti og breytingartillögum meiri hluta nefndarinnar býtt út í tæka tíð, og hvað álit minni hlutans snertir, þá lít jeg svo á, sem það sje að eins eins konar dilkur við álit meiri hlutans. Auk þess getur framsögumaður minni hlutans tekið alt nefndarálitið upp í framsögu sína, svo að þá lægi það einnig fyrir á þann hátt.