19.07.1912
Efri deild: 4. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 33 í B-deild Alþingistíðinda. (25)

5. mál, eftirlit með skipum og bátum

Ráðherrann. Kr. J.:

Þetta litla frv. var einnig lagt fyrir þessa háttv. deild á síðasta þingi; og var þá sett í nefnd, en álit kom ekki frá nefndinni. Sú stjórn, sem nú er, er samdóma þá verandi stjórn um það, að þetta frv. eigi fyllilega skilið að verða að lögum.

Það er samið í þeim tilgangi, að gera skip og báta óhættari og öruggari, og þar með tryggja mannslífin, sem sízt er vanþörf á. Jeg vænti þess, að málinu verði vísað til nefndar, ef þörf þykir, og að það síðan nái að ganga gegn um þingið, óbreytt, eða með hentugum breytingum, ef þeirra þykir þurfa.