26.08.1912
Efri deild: 37. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 247 í B-deild Alþingistíðinda. (276)

104. mál, einkasöluheimild á steinolíu

Jósef Björnsson:

Jeg vil taka það fram, sem hæstv. ráðherra tók fram, að frumv. þetta frá háttv. Nd. er í alla staði ónýtt og óaðgengilegt, og að af því má ekki vænta nokkurs árangurs, eins og það nú liggur fyrir. Þess vegna höfum við flutningsmenn að br.till. komið með þær, til þess að dálitil von sje um árangur af frumv, verði þær samþyktar.

Til andsvara því, er háttv. þm. V.-Sk. tók fram, að stjórnin gæti ekki gert samning þann, er um ræðir í br.till. vorum, er því að svara, að hvernig heldur þá háttv. þm., að stjórnin, sem er svo óverzlunarfróð, að hún getur ekki gert samning, geti sjálf verzlað? Jeg skil ekki þann hugsunarhátt háttv. þm.

Mjér sýnist frv. með öllu óframbærilegt, eins og það er nú, þrátt fyrir þessa löngu legu þess í háttv. Nd. Mjer sýnist það vera eins og fjaðralaus ungi, sem ekki getur hreyft sig, en við, er berum fram breyttill., viljum gefa honum fjaðrir, svo hann geti flogið út í veröldina.