16.08.1912
Efri deild: 26. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 276 í B-deild Alþingistíðinda. (314)

101. mál, unglingaskólinn á Ísafirði

Sigurður Stefánsson,(flm.):

Jeg er þakklátur háttv. 2 kgk. þm. fyrir athugasemdina. Mjer datt þetta í hug, en það varð satt að segja ekki af því, að jeg ráðfærði mig við hæstv. ráðherra um þetta efni. En fengi maður loforð frá stjórninni um það, að þetta gæti komizt í kring, þá væri það að líkindum nóg. Úr því þessi athugasemd kom, þá mun jeg ráðfæra mig við hæstv. ráðherrra um þetta mál. En hvað snertir ákvæðið um það, að piltar nú mega ganga próflaust úr gagnfræða skólanum á Akureyri í lærdómsdeild mentaskólans, þá mun það ekki beinlínis tekið fram með lögum Akureyrarskólans. En í reglugerð Akureyrarskólans er ákvæði um það. Má vel vera, að reglugerðarákvæði um þetta væri alveg fullnægjandi.