19.07.1912
Efri deild: 4. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 306 í B-deild Alþingistíðinda. (341)

3. mál, vátrygging fyrir sjómenn

Ráðherrann (Kr. J.):

Það er sama að segja um frv. þetta og frv. næst á undan (frv. til laga um eftirlit með þilskipum), að það er afleiðing af ákvæðum 77. gr. siglingalagafrumv. Þær breytingar, sem ætlast er til að verði á siglingalögunum, hafa haft það í för með sjer, að þetta frumv. er fram komið. Vænti jeg þess, að háttv. deild láti það fylgja hinum frumvörpunum.