22.07.1912
Efri deild: 6. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 321 í B-deild Alþingistíðinda. (365)

33. mál, skipun læknishéraða

Jens Pálsson:

Frumv. þetta fer fram á fjölgun læknahjeraða, eins og hattv. deildarmenn sjá. Það hefur því í för með sjer aukin útgjöld fyrir landssjóð, og er slíkt ísjárvert, ekki sízt nú. Jeg styð því þá tillögu háttv. flutnm., að málið sje rannsakað og íhugað í nefnd. Ætti einkum að rannsaka, hvort ekki væri hægt að finna þannig lagað fyrirkomulag á skipun læknishjeraða í syðsta hluta Strandasýslu og vesturhluta Húnavatnssýslu, að komast mætti af án þess að búa til nýtt hjerað, en íbúar þeirra sveita, er hjer ræðir um, mættu þó vel við una.