27.07.1912
Efri deild: 10. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 328 í B-deild Alþingistíðinda. (374)

50. mál, nýtt læknishérað í Norður-Múlasýslu

Steingrímur Jónsson:

Jeg vil styðja tillögu hins háttv. flutningsmanns, um að vísa málinu til nefndar þeirrar, er kosin hefur verið til að íhuga frumv., sem fram er komið um breyting á skipun læknishjeraða. Það er varhugavert, að fjölga nefndum, því að slíkt eyðir kröftum og tíma þingdeildarinnar um of. Hjer eru og ekki aðrir kunnugir staðháttum eystra en þeir, er sæti eiga í þeirri nefnd, nema háttvirtur flutningsmaður (Einar Jónsson:) Það situr annar þingmaður við hlið hins háttv. ræðumanns, sem kunnugur er eystra). Það er satt. Jeg mundi ekki eftir því.