14.08.1912
Efri deild: 24. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 409 í B-deild Alþingistíðinda. (423)

71. mál, kolatollur

Steingr. Jónsson:

Það var aðeins þingskapaatriði þessu máli viðvíkjandi, er jeg vildi minnast á. Jeg álít heppilegast, eftir því, sem nú á stendur, að málið fari ekki til neðri deildar í dag. Það er ekki nema einn klukkutími síðan, að þar var samþ. tollur á kolum í farmgjaldsfrumv., sem að líkindum verður afgreitt úr neðri deild á mánudaginn. Jeg held, að því sje „praktiskast,“ að taka málið út af dagsskrá í dag, og jeg vildi skjóta því til háttv. forseta, hvort hann vildi ekki gera það.