08.08.1912
Efri deild: 19. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 421 í B-deild Alþingistíðinda. (456)

68. mál, meðferð fjárkláðans

Sigurður Eggerz:

Jeg vil að eins geta þess, að jeg er ekki á móti því, að lögum nr. 40, 8. nóv. 1901, væri beitt eftir atvikum. En meining mín var sú, að jeg áleit enga ástæðu til þess að vera að skora á stjórnina, að beita lögum, sem sjálfsagt er að hún beiti, þar eð það er skylda hennar að fylgja lögunum.

Jeg áleit hins vegar, að nægilegt hefði verið að benda á það í nefndarálitinu.