08.08.1912
Efri deild: 19. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 422 í B-deild Alþingistíðinda. (457)

68. mál, meðferð fjárkláðans

Jósef Björnsson:

Jeg vil segja að eins nokkur orð, er snerta athugasemdir þær, er þm. V.-Sk. gerði.

Hann taldi það einskonar vantraustsyfirlýsing til stjórnarinnar, að samþykkja 1. lið þingályktunartillögunnar.

En jeg mótmæli þessu. Því lög nr. 40, 8. nóv. 1901, eru heimildarlög, og það er ekki svo að skilja, að þau skyldi stjórnina til þess að beita þeim; hún getur þvert á móti látið vera að beita þeim, og af því að hún getur það, þá er að eins eðlilegt, að hún geri það eftir atvikum, er henni svo sýnist.

Stjórnin hefur tvo aðila að ráðgast við í þessu máli, dýralækni og þingið. Þingið ráðleggur stjórninni, að beita þessum lögum á þessum vetri, er í hönd fer, hvort sem hinn ráðanauturinn, dýralæknirinn, felst á það eða ekki.

Það er því engin ástæða til að skoða þetta á annan veg, en sem bendingu frá þinginu.