19.08.1912
Efri deild: 28. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 452 í B-deild Alþingistíðinda. (476)

89. mál, styrkur til búnaðarfélaga

Sigurður Stefánsson, (flutnm):

Jeg þóttist taka það fullskýrt fram í minni fyrri ræðu, að túnin væru einmitt einustu blettirnir víða, sem hæfir væru til ræktunar. Utan túns væru tómar urðir og grjót. Það dugar því ekki að slá því fram, að út fyrir túnin megi fara og sljetta þar, þar sem engin tök eru á því. Það er rangt, að túnasljetturnar í grýttu túnunum geti ekki borgað sig, þær gera það ágætlega. Menn fá með tíð og tíma uppborið það, sem þeir leggja í sljetturnar, en það er auðvitað seinna en á þeim stöðum, þar sem jörðin er í alla staði hentug til ræktunar og bíður eftir mannshöndinni, eins og víða hjer á Suðurlandi.

Þótt ójöfnuðnrinn í styrkveitingunni komi víða fram, þá er jeg viss um, að hann kemur hvergi niður á jafnstóru svæði og á Vestfjörðum. Það getur vel verið, að einstöku jarðir sjeu þar, sem hagar líkt til og víðast hvar á Norður- og Suðurlandi. En sárfáar eru þær, þegar litið er á heildina.