22.07.1912
Neðri deild: -1. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 37 í B-deild Alþingistíðinda. (509)

4. mál, breyting á alþingistíma

Hannes Hafstein; Það eru að eins örfá orð, vegna þess, að á þingmálafundum, sem haldnir voru í Eyjafjarðarsýslu, var mikið rætt um færslu þingtímans til sumarsins, og þar voru flestir bændur þeirrar skoðunar, að sá þingtími, sem nú er, væri óheppilegur. Á þeim fundum voru samþyktar margar áskoranir til þingsins að breyta um aftur til hins gamla. Þessu álít eg mér skylt að skýra frá. Eg verð því að vera samdóma þeim hv. þm., sem leggja til að samþykkja frv. þetta óbreytt.

Hitt er mikið rétt, að bændur munu hafa nokkuð til máls síns, er þeir kveðast tapa fé á þingsetu sinni. En þessu mætti koma í lag með því að hækka dagpeninga þingmanna utan Reykjavíkur, þannig að þeir fengju t. d. 10 kr. á dag, en hinir sömu dagpeninga og áður.