12.08.1912
Neðri deild: -1. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 87 í B-deild Alþingistíðinda. (544)

10. mál, ritsíma- og talsímakerfi Íslands

Bjarni Jónsson:

Vegna þess að eg varð of seinn með br.till. sem eg hafði hugsað mér að koma fram með, vildi eg leyfa mér að bera hana undir álit nefndarinnar og spyrja hana, hvort hún hefði nokkuð á móti till., ef hún væri sett inn í E. d. Tillagan fer fram á það, að heimild sé gefin til þess að taka einnig lán til 3. flokks síma, í stað þess að eftir frv. er ætlast til þess, að til þeirra síma sé að eins varið tekjuafganginum af hinum símunum. Hitt yrði að mínu áliti mikið þægilegra fyrir stjórnina og mætti þá verja tekjuafganginum af 1. og 2. flokks símum til þess að borga vexti og afborganir af þessu láni til 3. flokks símanna.