21.08.1912
Neðri deild: -1. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 108 í B-deild Alþingistíðinda. (574)

11. mál, samningur um einkaréttarsölu á steinolíu

Jón Ólafsson:

Herra forseti! Út af dagskrá á þgskj. 349 vil eg geta þess að von er á frv. á morgun, sem vitanlegt er um að hægt er að koma í gegn og það jafnvel með þrem umr. á einum og sama degi, ef mönnum á annað borð er það áhugamál. Einnig mætti koma ýmsum atriðum úr því fram með br.till. við þetta frv.

Kapítalið til olíukaupa mun ekki fara fram úr 450 þús. krónum og mundu bankarnir hér hjálpa landssjóði með þetta fé, ef hann fengi leyfi til að verja því á þennan hátt, svo ekki verður hægt að hafa það sem grýlu á móti frv. að leita þurfi út úr landinu að þessu láni.