02.08.1912
Neðri deild: -1. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 135 í B-deild Alþingistíðinda. (611)

16. mál, verslun og veitingar áfengra drykkja á Íslandi

Framsögumaðnr (Jón Magnússon):

Fyrir hönd nefndarinnar skal eg taka það fram, að hún sem heild, hefir ekki neitt að athuga við br.till. þær sem fram hafa komið, hefir einstakur nefndarmaður þar óbundnar hendur.

Eg skal leyfa mér að taka það fram, að br.till. ganga lengra en frumv., og verður að því leyti hægara að framfylgja því. Með br.till. er meira lagt á vald lögreglustjóra en í frv.; eg þorði ekki að fara svo langt. En líklegt er, að það fari vel, lögreglustjórarnir sýni sanngirni.

Um br.till. við 3. gr. vil eg taka það fram, að mér þykir hún lakari heldur en frv.gr., þótt eftir atvikum muni ef til vill ekki gera til.

Við 4. gr. er br.till. um að ákveða lágmarkið 10 kr. Gerir að vísu ekki til né frá, en það mun vera sjaldgæft að sektir séu lægri.