12.08.1912
Neðri deild: -1. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 216 í B-deild Alþingistíðinda. (672)

19. mál, verðtollur

Framsögum. minni hl. (Björn Kristjánsson):

Það er að eins örstutt athugasemd. Hv. þm. sagði, að verzlunin væri altaf að greinast, það getur verið mikið rétt, en enn þá er engin sérverzlun komin upp, og komi það seinna, þá má altaf sníða lögin um. Hann sagði og að tollurinn mundi koma til að hvíla mjög þungt á stórkaupaverzlun, sem verzlaði með einstaka vörutegund, en eg get fullvissað hv. þm. um það, að slíkar verzlanir komast aldrei á fót hér á landi, fyr en tollfrjáls vörugeymsla er stofnuð í landinu. Annað var það ekki, sem eg þurfti að taka fram að sinni.