14.08.1912
Neðri deild: -1. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 274 í B-deild Alþingistíðinda. (693)

19. mál, verðtollur

Framsögum. meiri hl. (Pétur Jónsson):

Eg vil geta þess, að þó eg nú standi upp, þá tala eg ekki sem framsögumaður, af því að eg hefi sagt af mér framsögunni. Ekki er það samt af því að meiri hluti nefndarinnar hafi brugðið skoðun í þessu máli, heldur af ástæðum sem eg ekki hirði að nefna.

Eg er öllum breytingum nefndarinnar eindregið meðmæltur, þær hafa flestar komið fram við 2. umr. málsins aðrar hafa komið síðar. Eg álít brt. á þgskj. 221 til bóta. Vil eg svo mælast til að háttv. deild leyfi frv. að ganga til Ed.