14.08.1912
Neðri deild: -1. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 305 í B-deild Alþingistíðinda. (709)

19. mál, verðtollur

Jóhannes Jóhannesson:

Hv. 1. þm. Rv. (L. H. B.) hefir ekki fullyrt, og er hann þó óspar á fullyrðingar, að upphæðin sem tiltekin er á seðlunum sem fylgja póstsendingum sé innkaupsverð. En eftir frv. sem liggur fyrir má ekki innheimta toll af öðru en innkaupsverðinu. Sá sem innheimtar toll, má því ekki byggja á þessu tollskírteini eða hvað maður á að kalla það, hv. þm. kallaði það ýmist vátryggingarskírteini. Þess vegna hefir hann enn ekki velt þeirri mótbáru er eg kom fram með viðvíkjandi póstsendingum.