22.07.1912
Neðri deild: -1. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 308 í B-deild Alþingistíðinda. (712)

21. mál, hafnarlög fyrir Reykjavíkurkaupstað

Flutningsm. (Jón Jónsson 2.þm. Rv.):

Það er óþarft að skrafa langt um frumv. þetta. Það fer að eins fram á breyting 6. gr. laga frá síðasta ári nr. 19. í þeirri grein stendur, að sæti skuli eiga í hafnarnefnd 5 menn, 3 bæjarfulltrúar og 2 menn utan bæjarstjórnar. Með þessu frv. er að eins farið fram á það, að lögákveðið verði að borgarstjóri sé sjálfkjörinn í nefndina og jafnframt formaður hennar. Var tillaga um þetta samþykt á bæjarstjórnarfundi 4. júlí nú.

Eg býst ekki við að ástæða þyki til þess, að nefnd sé skipuð í þetta mál, heldur nái það viðstöðulaust fram að ganga.