21.08.1912
Neðri deild: -1. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 321 í B-deild Alþingistíðinda. (729)

23. mál, stjórnarskrármálið

Forseti las upp svohljóðandi tillögu til rökstuddrar dagskrár frá Guðlaugi Guðmundssyni:

»Með því að til stendur að leita samkomulags við Dani um sambands­málið á grundvelli frumvarps milli­landanefndarinnar 1908 með þeim breytingum er samkomulag fæst um, bæði inn á við og út á við, en það mundi að sjálfsögðu leiða til stjórnar­skrárbreytingar, þá telur deildin ekki rétt að gera samþykt um stjórnar­skrármálið að þessu sinni og tekur því fyrir næsta mál á dagskránni«. Gat hann þess að hún mundi verða borin undir atkvæði að umræðunni lok­inni.