21.08.1912
Neðri deild: -1. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 322 í B-deild Alþingistíðinda. (730)

23. mál, stjórnarskrármálið

Framsögum. mesta hl. (Guð­laugur Guðmundsson):

Málið ligg­ur svo ljóst fyrir af báðum nefndar­álitunum og svo sjálfu frv. að ekki mun þurfa að fara mörgum orðum um það. Að eins skal eg geta þess, að þessa rök­studdu dagskrá sem forseti las upp hefi eg borið fram í samráði við mesta hl. nefndarinnar. Eg sé enga ástæðu til að hafa langar umr. um málið nú. Það hefir litla þýðingu en hins vegar er það nokkur ábyrgðarhluti að tefja tíma þings­ins nú með löngum og þýðingarlitlum umræðum.