21.08.1912
Neðri deild: -1. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 326 í B-deild Alþingistíðinda. (734)

23. mál, stjórnarskrármálið

Lárus H. Bjarnason:

Eg skildi hæstv. fors. svo, sem hann ætlaði fyrst að bera upp dagskrá frá. hv. þm. Ak. (G. G.), og ef hún félli, þá d.skr. hv. þm. Borgf. (K. J.) og hv. þm. Sfjk. (V. G.), og falli þær, þá loks frv. sjálft, en teldi hinsvegar tillöguna fallna, ef önnur hvor dagskráin yrði samþykt, en þetta er tæpast rétt. Það getur prýðilega farið saman, að samþykkja rökst. dagskr. hv. þm. Ak. (G. G.) og skora þó á stjórnina, að leggja stj.skrárfrv. fyrir næsta þing, verði þá ekki fengin vís von um góðar undirtektir Dana undir sambandsmálið. Því lit eg ekki svo á, sem okkar till. sé fallin, þótt dagskráin verði samþykt.

Það er ekki rétt, að þetta þing sé kallað saman til þess endilega að binda enda á stj.skrármálið. Af því að gerð var stj.skrárbreyting á síðasta þingi, þá var skylda að stefna þessu þingi saman, hvort sem nokkur líkindi voru til þess eða engin að það mál yrði þar til lykta leitt.

Hv. þm. N: Ísf. (Sk. Th ) mintist á stj.skrárbreytinguna í sambandi við sam­bandsmálið. Það er gefinn hlutur, að við, sem setjum það mál efst á okkar stefnuskrá, hljótum að vera á móti breytingu á stj.skránni, meðan von er um framgang þess máls, því að fram­gangur þess hlyti að leiða til stj.skrár­breytingar jafnframt, og væri þá til einskis að hafa samþykt stjórnarskrár­breytingu nú. Hann sagði að þetta væri sama sem að draga málið um ófyrirsjáanlegan tíma, það er ekki, ef mín þingsál.till. verður samþ., því að það er meining mín með henni, að ef ekki verður fengin sú von með fram­gang sambandsmálsins — og þar með meina eg ekkert annað, en frv. frá 1908 —, þá skuli leggja stj.skrárfrv. fyrir næsta þing. Eg vil ekki draga málið frekar en þörf er á, því margar breytingar kalla eftir, og réttlátt að taka tillit til sumra af þeim er orðaðar hafa verið, þegar svo er komið.

Þá sagði hv. þm, að Heimastjórnar­menn hefðu ekki ætlast til að sam­bandsmálið kæmi hér til umræðu. En þetta er ekki rétt. Miðstjórn flokksins hefir þvert á móti auglýst á prenti að flokkurinn hefði það mál efst á dagskrá sinni. Að minsta kosti erum við þm. Rv. svo heppnir, að við vorum kosnir uppá það, og höfum auk þess fyrir okk­ur samþyktir þingmálafunda, því til styrktar.

Það er satt, sem sagt hefir verið, að mestur hluti þm. hafi verið óánægður með stj.skrána, eins og frá henni var gengið í fyrra. Eg fyrir mitt leyti mundi ekki vilja samþ. hana óbreytta, enda þótt enga fyrirstöðu þyrfti að óttast af hálfu Hans Hátignar konungsins, og gerir það bæði fjölgun ráðh. og sérstak lega hin stórum aukna kjósendatala, svona alt í einu, sem beinlínis getur stofnað landinu í hættu. Aftur er það misskilningur, ef hv. þm. heldur að allir, sem nú styðja þingsáil.till. séu á móti kosningarrétti kvenna. Eg er því fylgj­andi að konur fái kosningarrétt með sömu skilyrðum, og karlmenn hafa hann nú, en frekari rýmkun vil eg ekki að svo stöddu.

Eg var heldur ekki ánægður með skip­un efri deildar í frv. frá 1911. Og loks álít eg alþýðuatkvæðið óþarft og jafn­vel ótækt í flestum málum. Það þykir nú ef til vil vænlegt til kosningafylgis að gala mikið um frelsi, en hins verður þó að minnast, að heill lands og lýðs er dýrmætari en slagorð. Það er tími til þess kominn, að einhver þori að kann­ast við það hér á þingi, að of mikið getur verið af þessu svokallaða frelsi!

Háttv. þm. N.-Ísf. (Sk. Th.) sagði að sambandsmálið mundi ekki vera aðal­atriðið fyrir öllum sambandsmönnunum, heldur lægi annar fiskur undir steini.

Eg veit það, að fyrir frumvarpsmönn­um, bæði heimastjórnarmönnum og öðr­um gömlum frumvarpsmönnum er sam­bandsmálið aðalmálið; einmitt vegna þess máls hafa margir nú teygt sig svo langt sem þeir hafa gert, og vonandi gegnir líku máli um hina nýju sam­bandsvini.

Eg vona að hæstv. forseti áliti ekki þingsál.till. fallna þó að dagskrá mesta hl. verði samþykt.

Þeim hv. þm. Borgf. (Kr. J.) og Sfjk. (V. G.) get eg ekki fylgt af tveim á­stæðum. Í fyrsta lagi leggja þeir ekki áherzlu á það á hvaða grundvelli sam­bandsmálið verði leitt til lykta. Þeir geta vel hugsað sér annað fyrirkomulag en millilandanefndarfrumvarpið fór fram á; sennilega landstjórafyrirkomulagið. En eg get ekki með nokkru móti vikið frá frumvarpinu frá 1908. Í öðru lagi vilja þeir bíða með að breyta stjórnar­skránni unz útséð er um það, hvort við­unanlegir samningar náist við Dani um sambandsmálið, hversu langur sem drátt­urinn kann að verða, en eg get ekki fallist á að fresta nauðsynlegum breyt­ingum á stjórnarskránni alveg út í blá inn bara meðan einhver og einhver tel ur ekki vonlaust um samninga.

Eg vil vara hv. þingm. við að greiða atkvæði með dagskrá þessara tveggja hv. þm. Eg fyrir mitt leyti geng ekki óneyddur skemmra en frumvarpið frá 1908.