23.07.1912
Neðri deild: -1. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 349 í B-deild Alþingistíðinda. (745)

24. mál, stofnun Landsbanka

Flutn.m. (Jón Ólafsson):

Herra forseti! Mig furðar og furðar ekki ókunnugleiki háttv. þm. Sfjk. (V. G.) í kjördæmi sínu, þar sem hann heldur að Austfirðingum sé greiðast að hafa viðskifti við Seyðisfjörð. Öllum Sunnmýlingum, nema ef til vill Mjófirðingum, er léttara að sækja til Reyðarfjarðar og jafn vel nokkrum hreppum í Norður-Múlasýslunni er þangað auðsóttara, alténd síðan Fagradalsbrautin kom. Vegir til Seyðisfjarðar eru oft ófærir lengi vetrar og fram eftir sumri, og sjóleiðir þangað frá mestum hluta sýslnanna öllu ógreiðari. Þá ótalið, hvað Skaftfellingum er greiðara að ná til Reyðarfjarðar en Seyðisfjarðar. Verzlunin fer nú og þverrandi á Seyðisfirði ár frá ári og færist til Reyðarfjarðar. Sézt bezt á því að hann muni ekki liggja ver við viðskiftunum, enda hefir alþingi viðurkent það með Fagradalsbrautinni.

Eins og nú er ástatt með útbúið á Seyðisfirði er fyrirkomulagið meingallað. Sunnmýlingar eru útilokaðir frá því að fá þar lán, og féleysi útbúsins er als ekki eingöngu eða ætíð um að kenna. Þessu er óhætt að trúa. Eg gæti nefnt fjölda dæma að mönnum úr Suður-Múlasýslu hefir verið hiklaust veitt lán í Reykjavík eða á Akureyri þó að þeim hafi verið þverneitað um það á Seyðisfirði með sömu tryggingum. Margir trúverðugir menn gætu borið vitni um þetta. Meðal annara hefir mikilsvirtur kaupmaður átt í slíkum málaleitunum. Eg hefi átt tal, við bankastjóra Landsbankans um þetta mál og sjá þeir ekkert því til fyrirstöðu að útbúið verði fremur sett á stofn í Suður-Múlasýslunni á Eskifirði eða Reyðarfirði en á Seyðisfirði. Og þeir ættu að, geta bezt dæmt um hvor staðurinn ei; heppilegrj fyrir bankann. Eg sé enga ástæðu til að hv. þm. sé að amast við því að Seyðfirðingar séu sviftir þessari von um Landsbankaútbúið, því að þeir hafa þegar fengið útbú sem þeir áttu enga von á. Vona eg að frv. fái góðan byr hjá hinni háttv. deild og að það nái fram að ganga.