27.07.1912
Neðri deild: -1. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 351 í B-deild Alþingistíðinda. (749)

24. mál, stofnun Landsbanka

Flutn.m. (Jón Ólafsson):

Herra forseti! Aðalástæðan til þessa frv. er sú, að á Seyðisfirði er þegar numið land fyrir bankaviðskifti, en í Suður-Múlasýslu algerlega ónumið land. Því er sjálfsagt miklu meiri von viðskifta þar eins og nú standa sakir.

Viðaukatillagan á þgskj. 68 er þess efnis að stjórn Landsbankans sé heimilt að setja á stofn útbú erlendis á þeim stað sem henni þykir hent. Slíkt útbú gæti orðið heppilegur afgreiðslustaður fyrir bankann, og sömuleiðis ætti það að geta bætt úr þeim örðugleikum sem nú eru á, að selja verðbréf hans. Í annan stað má og segja það, að með þessum lögum á bak við sig, getur Landsbankinn betur haldið í skák þeim bönkum erlendis sem hann á viðskifti við.