27.07.1912
Neðri deild: -1. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 352 í B-deild Alþingistíðinda. (752)

24. mál, stofnun Landsbanka

Flutn.m. (Jón Ólafsson):

Herra forseti! Eg veit að hæstv. ráðherra, sem hefir verið bankastjóri þangað til fyrir einum eða tveimur dögum, getur gert sér hugmynd um störf er slíkt útbú erlendis gæti int af hendi. Það eru ekki lítil viðskifti sem Landsbankinn hefir við erlenda banka, nær öll fyrir meðalgöngu Landmandsbankans; það er svo mikið af útl. víxlum og ávísunum, sem Landsbankanum er sent til innheimtu árlega, og svo mikið af víxlum og ávísunum héðan upp á útlönd, sem Landsb. þarf að láta krefja inn, að provision sú er Landmandsbankinn fær af því, væri eins næg til að kosta afgreiðslustofu erlendis.

Störf umboðsmannanna tæki útbúið að sér og hefði þær tekjur er þeim störfum fylgja. Það er ekki tilgangurinn eins og h. 1. þm. G.-K. (B.K.) tók fram, að setja á stofn útbúið þetta ár eða þau næstu. En ef bankinn sæi sér hag í því, að gera það síðar, er betra að hafa lögin að baki sér.