27.07.1912
Neðri deild: -1. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 358 í B-deild Alþingistíðinda. (759)

24. mál, stofnun Landsbanka

Jón Jónsson Rv.:

Eg vildi skjóta því til hv. flutnm. (J. Ó.), hvort ekki mætti setja inn Austfirði við 3. umr. í stað Suður-Múlasýslu. Það er ekki víst að sú bankastjórn, sem við bankann verður, er heimildin kemur til framkvæmda, þyki Suður-Múlasýsla betur til fallin til að taka við útbúi en aðrir staðir á Austfjörðum, en eg vil, að sú bankastjórn, sem við bankann er þegar þar að kemur, að heimildarinnar verður neytt, hafi óbundnar hendur og megi velja þann stað, er þá þykir hagkvæmastur.

Geri eg þessa breytingu beint að skilyrði fyrir atkvæði mínu með frv.