27.07.1912
Neðri deild: -1. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 362 í B-deild Alþingistíðinda. (763)

24. mál, stofnun Landsbanka

Björn Kristjánsson:

Mér finst hæstv. ráðherra (H. H.) ganga fram hjá því sem er aðalatriði í þessu máli, en en það er, að Landsbankinn fái þessa lagaheimild eins og Íslandsbanki hefir hana nú. Það gæti verið bankanum styrkur, að hafa heimildina, þó útbúið verði ekki stofnað fyrst um sinn. Og hvað ætti að vera á móti því, að gera Landsbankann jafn réttháan og Íslandsbanka í þessu efni?