31.07.1912
Neðri deild: -1. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 439 í B-deild Alþingistíðinda. (853)

43. mál, stækkun verslunarlóðarinnar á Flateyri

Matthías Ólafsson:

Eg hefi engu við það að bæta, sem eg sagði við 1. umr. Eg tók það þá fram, að á Sólbakka væri aðal hafskipabryggjan, og þar hefir nú um tíma verið rekin all mikil verzlun í leyfisleysi. Bréfhirðingin er þar líka, og er þó leitt, að hún sé utan kauptúnsins. Atvinnurekstur er mikill á Sólbakka og meiri en á Flateyri sjálfri. En auk þessa þykir mér eigi ólíklegt, að þetta mundi flýta fyrir því, að Flateyri fengi kaupstaðarréttindi.