06.08.1912
Neðri deild: -1. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 450 í B-deild Alþingistíðinda. (869)

115. mál, styrktarsjóður barnakennara

Jón Magnússon:

Það er rétt hjá háttv. framsögum. (L. H. B.), að eg hreyfði engum mótmælum um það í nefndinni, hvort hlutfallið væri rétt eða ekki; hafði ekki athugað það þá, það var fyrst síðar, að mér kom það til hugar. Það er ekki mín ætlun að halda því fram, að landssjóður leggi of mikið fram, en eigi að hækka landssjóðstyrkinn, væri ekki ósanngjarnt að krefjast meira tillags af kennurunum.

Eg legg ekki kapp á þetta mál. Eg er hlyntur því að bæta kjör kennara, en eg vil hafa fasta reglu í þessu sem öðru.