26.07.1912
Neðri deild: -1. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 463 í B-deild Alþingistíðinda. (886)

45. mál, tollgeymsla

Flutningsm. (Guðlaugur Guðmundsson):

Út af orðum hæstv. ráðherra (H. H.) vil eg geta þess, að áður en eg flutti frv. inn á þing, átti eg tal við einn mann úr stjórnarráðinu, sem þessum efnum er kunnugur, og skildist mér á honum, að ekkert verulegt væri frá landsstjórnarinnar hálfu því til fyrirstöðu, að frv. yrði að lögum nú, vegna þess að þessar tekjur lenda þó á sama fjárhagstímabili. Það kannast eg við, að landssjóður er illa staddur, en hér er að eins um lítilfjörlegan rentumissi að ræða, og það skiftir varla landssjóð miklu, en einstaka menn dregur það eigi alllítið. Af þeim 380—390 þús., sem nú er í tollgeymslu, geri eg ekki ráð fyrir að meira verði eftir um árslok 1912 en 150—200 þús. kr.

Eg álít sjálfsagt, að samþykt verði eitthvert frv. um auknar tekjur, hvað sem þessu frv. líður, og eg get gengið að því að láta frumvarpið bíða þangað í til séð verður hvernig þeim frumvörpum reiðir af, en því mæli eg á móti að það bíði eftir öllu því moldviðri af frv. sem nú eru í skattamála“ílátinu“ svo nefnda.