26.07.1912
Neðri deild: -1. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 472 í B-deild Alþingistíðinda. (899)

46. mál, vátrygging fyrir sjómenn

Tryggvi Bjarnason:

Mér sýnist þetta frv. fela í sér nokkra réttarbót að því leyti, að þeir sem stunda sjó um lengri eða skemmri tíma, séu skyldir að tryggja sig. Samkvæmt lögunum frá 30. júlí 1909 eru sjómenn ekki skyldir að tryggja sig, nema þeir séu ráðnir fyrir heila vertíð. En hitt, að færa iðgjald niður um 1/3 fella niður það gjald, sem útgerðarmenn vélabáta og róðrarbáta eru skyldir að greiða, get eg ekki felt mig við. Með því er iðgjald fyrir vélarbáta- og róðrarbáta-sjómenn lækkað um helming, og þó eiga ekkjur þeirra og vandamenn kröfu til sömu fjárhæðar úr sjóðnum eins og ekkjur og vandamenn þilskipasjómanna, sem greiða helmingi hærra iðgjald í sjóðinn. Þetta er misrétti. En að öðru leyti tel eg frv. til mikilla bóta og þykir líklegt að það nái fremur tilgangi sínum heldur en lögin frá 1909.

Eg vil leyfa mér að styðja að frv. verði athugað í nefnd.