05.08.1912
Neðri deild: -1. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 570 í B-deild Alþingistíðinda. (987)

62. mál, skipting læknishéraðs

Jón Ólafsson:

Herra forseti! Eg er þakklátur fyrir svarið frá hv. þm. Borgf. (Kr. J.), en það er ekki rétt, að landlæknir hafi það vald, að hann fái ónýtt lög, sem þingið hefir samþykt, eða frestað framkvæmd þeirra. Í Norðfjarðarhérað mætti fá góða menn, sem ekki vildu Fljótsdalshérað. Hér er beinlínis gengið inn á svið löggjafarvaldsins.