05.08.1912
Neðri deild: -1. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 571 í B-deild Alþingistíðinda. (991)

62. mál, skipting læknishéraðs

Jón Ólafsson:

Herra forseti! Eg skal aðeins geta þess stuttlega, að eg spurðist fyrir um þetta af því, að þér hafði verið falið það af íbúum þessa héraðs, að vekja máls á þessu. Og eg vil líka benda á það, hvaða áhrif það gæti haft, ef landlæknir fengi oftar að fara þannig að. Það gæti orðið til þess, að beztu héruð yrðu að bíða læknislaus, bara af því að til eru héruð, sem enginn vill. Það yrði líkt að sínu leyti eins og ef biskup réði því, að slá ekki upp lausum neinum brauðum meðan Grímsey er laus, eins og einhvern tíma var.