18.08.1913
Neðri deild: 37. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 1435 í C-deild Alþingistíðinda. (1025)

1. mál, fjárlög 1914 og 1915

Jón Ólafsson:

Herra forseti! Að eins stutt athugasemd. Háttv. 2. þm. Húnv. (Tr. B.) hefir verið nokkuð fljótfærinn og virðist ekki hafa lesið síðustu fjárlög og jafnvel engin fjárlög frá og með 1908. Ef hann hefði lesið fjárlögin, mundi hann hafa tekið eftir því, að til orðabókarinnar hefir verið veitt alt a6 1500 kr. árlega þessi 6 ár. Samtals eru fullsamdar tæpar 70 arkir, 25 prentaðar, ca. 43 óprentaðar. Stjórnarráðið hefir greitt styrkinn samkvæmt því sem tveir þar til nefndir menn hafa vottað um vinnuna, 60 kr. á örkina. Eg hefi þá fengið ca. 68 X 60 kr. = ca. 4080 kr. fyrir verkið, og skakkar það meira en helmingi frá því sem háttv. 2. þm. Húnv. sagði. Það, að eg hefi ekki getað unnið upp hálfa fjárveitinguna, stafar af því, að hún var svo lítil; að eg varð að verja meiri hluta tímans til að vinna önnur störf, sem betur voru borguð, því að eg er skapaður með þeim ósköpum, að eg þarf að lifa, og meira að segja vinna fyrir fjölskyldu minni — hefi því ekki getað varið 1/3 tíma míns til orðabókar-samningarinnar. Prófarkalestur 25 arka af bókinni, sem út kom í fyrra, tók og talaverðan tíma það árið.

Einni kl.st. fyrir miðnætti lét forseti ganga til atkvæða, og fór atkvæðagreiðslan sem hér segir. [Raðtölur taka við af atkvæðaakrá frá síðasta fundi]: