19.08.1913
Neðri deild: 38. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 1453 í C-deild Alþingistíðinda. (1034)

1. mál, fjárlög 1914 og 1915

Björn Kristjánsson:

Eg á eina breyt.till. á þgskj. 401. Hún er um styrk til Eggertssonar séra Vilhjálms Briem, til þess, ekki eingöngu að læra rafmagnsfræði, eins háttv. framsögum. (P. J.) sagði, heldur og jafnframt almenna vélfræði. Þetta er tvent ólíkt, því þó að við eigum völ á innlendum mönnum; sem geta gefið leiðbeiningar í rafmagnafræði, þá eigum við aftur á móti engan íslenzkan vélfræðing. Það sýnir meðal annars það, að við þurfum að leigja útlending til þess að kenna vélfræði við þann eina skóla hér á landi, þar sem hún er kend. Háttv. framsögum. (P.J.) sagði, að umsækjandinn hefði ekkert lært í þessari grein. Þetta er að nokkru leyti satt, og að nokkru leyti ekki satt, hann hefir í engan skóla gengið. En hann hefir þrátt fyrir það lært svo mikið, að hann mun hafa meiri praktíska þekkingu í þessari grein, en flestir byrjendur, þó að þeir hafi verið nokkurn tíma að námi. Hann hefir la3rt járnsmiði — sem er sjálfsögð undirstaða undir þetta nám — hjá Gísla járnsmið Finnssyni, og fylgir vottorð hans með umsókninni. Gísli Finnsson hefir sagt mér persónulega, að hann hafi aldrei þurft að sýna Eggert nema einu sinni, hvernig eitthvert verk ætti að gera, og þá hafi hann undir eins verið fullfær um það. En það er merki um verulegan hagleiksmann. Hér er ennfremur vottorð frá hr. Jóhannesi kennara Sigfússyni, sem hefir kent Eggert eðlisfræði í tvö ár. Honum farast svo orð um hann, ef eg ná lesa það upp með leyfi háttv. forseta:

»Hann hefir aflað sér miklu meiri þekkingar í þeirri grein (þ. e. eðlisfræðinni) en alment gerist um fólk á hans reki, enda er hjá honum samfara óvenjulegur áhugi á námi hennar og að því er mér virðist fágætir hæfileikar. Þegar svo við þetta bætist mesta stefnufesta og þolgæði við að ráða fram úr erfiðum viðfangsefnum, þá má mikils vænta af pilti þessum«.

Af þessu er auðséð, að maðurinn er skapaður til þessa starfs. Það sýndi sig líka eftir að hann lafði verið hjá Gísla Finnssyni, hversu glögt auga hann hefir, að hann hefir komið af stað vélum, sem aðrir útlæðir menn hafa gengið frá. Hann hefir hugsað sér að fara til Mitweideháskólans á Saxlandi. Námstíminn þar er 5 ár, getur orðið 6 ár ef tossar eiga í hlut, en eg hygg að hér þurfi ekki að gera ráð fyrir lengri tíma en 5 árum og ekki 8 árum, eins og háttv. framsm. (P. J.) gerði. Háttv. framsm. sagði enn fremur, að ekki væri brýn nauðsyn að fara til þessa skóla, en það hefir eflaust verið af því, að hann tók ekki eftir, að umsækjandinn ætlar sér aðallega að læra vélfræði. Eg veit ekki nema um einu Íslending, sem stundar það nám. Hann er í Kaupmannahöfn og hefir verið við námið í 4 ár. Það er full þörf á — einkum þar sem vélum er svo mjög að fjölga hér á landi — að til sé maður, sem fullkomið skynbragð ber á þessa hluti. Við eigum marga. klastrara, sem klastrað geta við vélar, en fullkomna þekkingu brestur hér tilfinnanlega, og það er mikill skaði fyrir landið. Það má gera ráð fyrir, að þessi maður setji á stofn vélaverksmiðju hér á landi, auðvitað í smáum stíl, en sem þó gæti komið að afarmiklum notum.

Þá er á það að líta, að faðir umsækjandans er ekki svo efnum búinn, að hann geti kostað hann að öllu leyti. Eins og kunnugt er, varð hann að láta af prestskap fyrir akömmu sökum heilsubrests. Hann treystir sér því ekki til að leggja syni sinum meira en 600 kr. á ári, en námið mun kosta árlega um 1400 kr. Ef þessi styrkur fæst ekki, þá verður hann að láta son sinn læra eitthvað annað, annaðhvort í alm. mentaskólanum eða öðrum skólum. Og með því móti yrði honum veittur styrkurinn á annan hátt. Þess vegna mæli eg eindregið með því, að þessi styrkur verði veittur, jafnvel þó að það verði ekki í síðasta sinni. Menn ættu að hugleiða, að hér er völ á óvenjulega efnilegum manni, sem getur orðið landinu til stórmikilla nytsemda.