19.08.1913
Neðri deild: 38. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 1471 í C-deild Alþingistíðinda. (1039)

1. mál, fjárlög 1914 og 1915

Þorleifur Jónsson:

Eg á br.till. á þgskj. 398, sem eg vildi segja nokkur orð um. Þar er farið fram á að veittar verði 4000 kr. til þess að ryðja vör við Ingólfshöfða. Það er alþekt að sveitin, sem hér á hlut að máli, er einhver afskektasta sveitin á öllu landinu. Eg held eg megi segja að hún sé afskektust að af öllum, að Grímsey einni undantekinni. Öræfin liggja á milli tveggja eyðisanda og svo eru stórvötn beggja megin. Þaðan er afar-langt í kaupstað, t. d. 7 daga ferð með lest austur í Hornafjörð fram og til baka. Það væri því sveitinni. mjög mikið hagræði, ef hægt væri að fá vörur fluttar einhversstaðar að söndunum. En nú er sá hængur á, að mjög óhægt er að koma þessu við. Það er við Ingólfshöfða, sem helzt er hugsanlegt að þetta mætti takast, ef að fé fengist til þess að ryðja vör til að lenda i. Þetta er nú ekki nýtt mál, það hefir verið um það hugsað áður.

Verkfróður maður Árni Zakaríasson var sendur þangað auatur. Hann gerði þar mælingar og samdi skýrslu um þetta til stjórnarráðains og áleit verkið framkvæmanlegt. »Íslands Falk« hefir líka rannsakað þennan stað, en skýrsla sú sem gefin var af honum, mun ekki vera fullnægjandi sökum ókunnugleika á veðráttu o.fl. Á þingmálafundum þar eystra var þess óskað, að eg bæri þetta hér fram, og þess vegna er það hér fram komið.

Séra Gísli Kjartansson hefir skrifað mér allítarlega um þetta mál, og skal eg með leyfi hæstv. forseta lesa upp kafla úr bréfi hans:

»Menn hafa lengi séð, að til var ein leið út úr þessum Öræfaferðalögum«, sem sé, að fá þungavöruna flutta sjóveg. Í því augnamiði hefir þeirri umleitun oft verið hreyft, að þing og stjórn hlutaðist til um að bátalending væri gerð við suðvesturhornið á Ingólfshöfða. Þar, við svonefnt Eiríksnef, er vík, og þar er allstór urð undir berginu; hana þyrfti að ryðja, en aðdýpið er nóg og oftast brimlaust flesta daga á vor- og sumarmánuðunum. Segja nákunnugir aldraðir menn, að þar mætti ferma skip og afferma. En bjargið þar upp af er 25 faðmar á hæð, og á 60 feta bili yrði erfitt að gera þar veg.

Landstjórnin hefir tvisvar látið skoða ataðinn, »Islands Falk« og vegagerðarmann Árna Zakaríasson. Af skýrslu þeirri, sem Inspektionen á Islanda Falk« hefir gefið stjórnarráðinu, sést, að þá hefir vantað þekkingu á veðráttufari og staðháttum, sem t. d. má ráða af þessum orðum:» . . . men man savner statiatiske Oplyaninger om, hvilke Vinde der er fremherskende paa denne Del af Kysten for at afgore, om der skal akærmes mod øst eller Vest«. Skýrsla Árna Zakaríassonar er allítarleg; hann telur verkið framkvæmanlegt og áætlar að lendingarumbætur kosti 3000 kr. og vegurinn upp fjallið 2500 kr. Árni telur þennan stað heppilegan í austanátt og norðauatanátt, en það eru einmitt þær áttirnar, sem árið um kring eru lang tíðastar á þessum stöðvum, því að í vestanátt þarf aldrei að óttast að brim bagi á þessum fyrirhugaða stað«.

Síra (Gísli hefir haft þetta úr skýrslunum sjálfum. Eg hefi aldrei haft þær með höndum, en býst við að þær sé að finna í stjórnarráðinu.

Það er gert ráð fyrir að verkið kosti 5500 kr. En eg hefi ekki farið fram á að fá meira en 4000 þús. kr. úr landasjóði. Eg veit að þetta er hærra tiltölulega en vant er að veita til slíkra fyrirtækja, en það er sanngjarnt að sveitin njóti þess að hún er afskektust af öllum sveitum á landinu, og svo yrði líka of mikið fyrir jafn fátæka sveit að leggja fram meira en 1500 kr.

Þótt nú háttv. fjárlaganefnd hafi ekki séð sér fært að leggja til að fjárveiting þessari væri sint, þá hefir mér samt heyrst á háttv. framsögumanni, að hann væri ekki harður á móti henni, honum þótti að eina vanta upplýsingar. Hann hefir sagt, að betur þyrfti að undirbúa áður en fé væri lagt fram til þessa. Ekki er talað um að gera neitt nema verkfróður maður áliti að not geti orðið að þessu. Mér hefir dottið í hug að umsjónarmanni vitamálanna yrði falið að hafa umsjón með þessu verki og framkvæmd á því, um leið og vitinn verður reistur á Ingólfshöfða. En álíti hann ógerning að verja té til þessa, þá fellur þetta um sjálft sig, svo að eg sé ekki að hætta geti verið við að veita þetta.

Eg skal nú ekki fjölyrða um þetta mál, en vænti að deildin taki á því mjúkum höndum.